Að gefnu tilefni eru hér lauslegar reglur um þátttöku í ferðum VIMA félaga
Hver sá sem fer í ferð skal vera félagi í Vináttu og menningarfélagi Miðausturlanda og hafa greitt árgjald.
Greiðsluáætlun skal send þátttakendum í hverri ferð og skulu menn fylgja henni í hvívetna. Ef tímabundnir erfiðleikar eru hjá einhverjum skulu þeir láta JK vita snarlega og semja um greiðslu.
Staðfestingargjald er aldrei endurkræft.
Ef breytingar verða á gengi verður að hækka ferðir og verð skal því alltaf birt með fyrirvara.
Verði misbrestur á að menn inni greiðslur af hendi á tilskildum tíma án þess að láta vita er JK heimilt að nema fólk út af ferðalista og það missir allan rétt til endurgreiðslu á þeim peningum sem það kann að hafa greitt.
Ef veikindi koma upp er það undir ferðaskrifstofunum og flugfélögunum erlendu hvort fólk fær endurgreitt að hluta.
Þessar reglur skulu alltaf kynntar þátttakendum.
ATH enn og aftur. Ég er ekki ferðaskrifstofa og það er öllum ljóst og skal koma fram í samræmi við það
Friday, May 23, 2008
Subscribe to:
Posts (Atom)